Tuesday, September 25, 2012

Upphlutur

 Við hjónakornin ákváðum að gifta okku í haust og ákváðum að vera í 19. aldar búningin. Ég saumaði búning á dóttur mína á námskeiði 2007, Þegar ég var að klára hennar ákvað ég að byrjað á búningi handa mér en aldrei komið því í verk að klára hann svo nú þurfti ég að fara að draga hann fram til að klára. Ég átti eftir að sauma saman upphlutinn og sauma millurnar á. Ég átti líka eftir að sauma pilisið. Ég var búin að sauma svuntuna. Einnig átti ég eftir að sauma skyrtuna og prjóna skotthúfuna.

 Hérna er ég að þræða fyrir fellingunum á pilsinu.

 Hérna er hann Sesar að hjálpa mér við að sauma upphlutinn. Hann var alveg einstaklega áhugasamur.


Hér er svo mynd af mér í búningnum þegar hann var tilbúin. Ég er mjög ánægð með útkomuna.  Svo vantaði tilvonandi eiginmanninum líka búning. Ég hafði samband við þjóðdansafélagið og fengum við lánað hjá þeim buxur, sokka, húfu, klút, sauðskinnskó en skyrtu og vesti vantaði, svo ég varð að gera eitthvað í því. Ég keypti skyrtuefni og fóður og bakið í vestið ásamt tölum hjá Heimilisiðnaðarfélaginu svo ákvað ég að prjóna framhliðan á vestinu og bryddinguna úr eingirni og kom það alveg einstaklega vel út.